Skip to main content

Orlofskostir á Akureyri

Félagið hefur gengið frá sölu á sumarhúsinu við Götu sólarinnar nr 11 og gerðist það hratt núna í sumarbyrjun og á sama tíma voru fest kaup á endaíbúð í raðhúsi við Hulduholt  á Akureyri. Afhending á báðum húsunum átti sér stað 9. júní sl. og fóru fyrstu leigjendur inn í nýju íbúðina viku síðar eða 16. júní og lýsa þeir ánægju með húsið og aðbúnað.

Opnað verður fyrir bókanir á húsinu á Akureyri 15. júlí til 1. ágúst og þá verður opinn gluggi í bókanir til 2. febrúar 2024 og okkar félagsmenn sitja fyrir með bókanir þessa daga.

Síðan úthlutar kerfið skv. sinni formúlu ef margir sækja um sama tímabilið.

Félagið mun senda félagsmönnum sínum tölvupóst innan tíðar varðandi þetta allt og einnig koma fleiri myndir hér inn á heimasíðuna fljótlega.

 

  • Created on .