Skip to main content

header inn

Skrifstofan

  • Skrifstofan er til húsa að Austurvegi 20 á Reyðarfirði.
  • Opnunartími er kl. 13-16 alla virka daga.
  • Starfsmaður er Sigurbjörg Hjaltadóttir
  • Sími: 864 4921
  • Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn félagsins skipa

  • Benedikt Jóhannsson, formaður, Eskifirði

  • Elís Hlynur Grétarsson, gjaldkeri, Djúpavogi

  • Eygló Hrönn Ægisdóttir, ritari, Egilsstöðum

  • Heimir Ásgeirsson, varaformaður, Neskaupstað

  • Ævar Orri Eðvaldsson, meðstjórnandi, Djúpavogi

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lög félagsins

Lög Stjórnendafélags Austurlands.

1. grein:
Félagið heitir Stjórnendafélag Austurlands (skammstafað STA). Heimili þess og varnarþing er þar sem skrifstofa félagsins er hverju sinni. Starfssvæði félagsins er frá Skaftafelli í suðri og til Bakkafjarðar í norðri. Félagið er aðili að Sambandi Stjórnendafélaga (skammstafað STF)og lýtur lögum þess og samþykktum.

2. grein:
Tilgangur félagsins er:


a. Að vera skipulagsbundið stéttarfélag verkstjóra / stjórnenda á félagssvæðinu, án stjórnmálaafskipta.
b. Að auka og efla samvinnu meðal stjórnenda og starfa að þeim málum sem snerta atvinnu þeirra, launakjör og réttindi.
c. Vinna að aukinni menntun,verkhæfni og framförum meðal félagsmanna.Starfa að sameiginlegum áhugamálum, gæta hagsmuna þeirra í hvívetna og koma í veg fyrir að réttur þeirra sé fyrir borð borinn í atvinnumálum.
d. Að vinna að orlofsmálum félagsmanna með það að markmiði að auka þá möguleika sem félagsmenn hafa á að njóta orlofs.
e. Að aðstoða félagsmenn í atvinnuleit og í veikindum.
f. Að vinna að hvers konar framförum stjórnenda og aðstoða atvinnulausa félagsmenn í atvinnuleit.

3. grein:
Félagsmenn geta þeir einir orðið :


a. Sem eru starfandi stjórnendur eða gegna öðrum ábyrgðarstörfum og eru viðurkenndir sem slíkir af atvinnurekendum sínum.
b. Einyrkjar og aðrir þeir sem stunda sjálfstæða atvinnustarfssemi.
c. Verði sett lög á alþingi, er kveði sérstaklega á um menntun og hæfni stjórnenda skulu inntökuskilyrði í félagið tekin til athugunar með
hliðsjón af þeim lögum.

4. grein:
Inntökubeiðni í félagið erá sérstökum eyðublöðum og skulu afhentar eða sendar til skrifstofu félagsins, þær taka þegar gildi ef þær samrímast lögum þessum.. Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg, tilgreina ástæður sem samrýmast samningum og lögum félagsins og viðkomandi er skuldlaus við sjóði þess.

5. grein:
Aðalfundur ákveður félagsgjald hverju sinni.
Þeir félagsmenn, sem hafa náð hafa eftirlaunaaldri, eru undanþegnir gjaldskyldu til sjóða félagsins. Ennfremur þeir sem vegna veikinda hafa ekki getað starfað í eitt ár eða lengur þar til þeir eru starfhæfir á ný..

6. grein:
Réttindi félagsmanna eru:
Kjörgengi í trúnaðarstörf innan félagsins.  Málfrelsi, tillöguréttur, sem og önnur réttindi samkvæmt félagslögum og almennum fundarsköpum. Jafnframt eiga menn rétt á að njóta þeirra kjara sem félagið semur um og þeirra styrkja og aðstoðar sem kveðið er á um í lögum þessum.

Skyldur félagsmanna eru:

Að virða lög félagsins, fyrirskipanir og samninga.
Að gegna trúnaðarstörfum fyrir félagið og STF, greiða félagsgjöld á réttum gjalddaga og halda öllu sem fram fer á fundum félagsins innan vébanda þess ef stjórnin krefst þess. Komi það fyrir, að ágreiningur verði milli atvinnurekanda og stjórnanda er við kemur starfssviði hans, er stjórnanda heimilt að leggja það mál fyrir stjórn félagsins, sem þá er skylt að leita sátta og miðla málinu þannig, að hlutaðeigandi stjórnandi verði ekki fyrir atvinnumissi. Félagsmenn mega ekki víkja frá lögum félagsins, fyrirskipunum þess eða samningum STF.

7. grein:
Félagsmaður sem gengt hefur trúnaðarstörfum fyrir félagið í tvö kjörtímabil getur skorast undan endurkjöri jafnlengi.
Hverfi félagsmaður að öðru starfi og hættir að greiða félagsgjald, skal hann færður á aukaskrá í eitt ár.

8. grein:
Vanræki félagsmaður að greiða gjöld sín til félagsins er stjórn þess heimilt að taka hann af félagaskrá.

9. grein:
Stjórnendur mega ekki ganga inn á verksvið hvers annars með því að bjóða annan frá verki, með lægra launatilboði og aldrei mega stjórnendur vinna fyrir lægri laun en kjarasamningur og kauptaxtar STF kveða á um.
Stjórninni er skylt að aðstoða atvinnulausa félagsmenn í atvinnuleit.

10. grein:
Í öllum kaupdeilum eru félagsmenn algjörlega hlutlausir, einnig í verkföllum verkalýðsfélaganna og verkbönnum atvinnurekenda. En skylt skal hverjum starfandi félagsmanni að gæta þess verðmætis, sem hann hefur haft umsjón yfir og verja þau fyrir skemmdum eftir eigin getu. Ákvæði þessarar greinar skerða þó ekki verkfallsrétt verkstjóra/stjórnenda sjálfra.

11. grein:
Stjórn félagsins skal skipuð 5 fimm mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnanda. Skulu þeir kosnirá aðalfundi ár hvert, þá skal einnig kjósatvo skoðunarmennfélagsreikninga. Kjörtímabil er milli aðalfunda. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund.

12. grein:
Formaður stjórnarinnar hefur eftirlit með því, að stjórnendur ræki skyldur sínar.
Hann kallar saman stjórnarfundi, þegar honum finnst þörf boðar hann til almennra funda og stjórnar þeim, hann hefur einnig á hendi framkvæmdir fyrir félagið.

13. grein:
Ritari hefur gjörðabók, í hana skal hann skrá það sem fram kemur á fundum stjórnar- og félagsfunda, og niðurstöður í hverju máli. Gjörðarbók skal undirrituð af viðstöddum stjórnarmönnum. Starfsmaður félagsins varðveiti öll bréf, öll skjöl og skilríki er viðkemur félaginu og heldur félagaskrá sem hann endurskoðar og leiðréttir um hver áramót og oftar ef þörf krefur.

14. grein:
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Gjaldkeri, eða starfsmaður í umboði hans innheimtir öll áskilin gjöld félagsins, greiðir útgjöld samkvæmt ávísun formanns eða ritara, hann gerir reikninga félagsins og afhendir þá endurskoðendum 10 dögum fyrir aðalfund ár hvert, hann varðveitir eignir félagsins og ávaxtar á tryggan hátt í banka eða sparisjóði.

15. grein:
Aðalfundi félagsins skal halda á tímabilinu janúar – júní ár hvert, til hans skal boða með minnst 7 daga fyrirvara þannig að fullvíst sé að hver félagsmaður hafi fengið fundarboð, jafnframt skal fundarboð hafa borist til stjórnar STF með eigi skemmri fyrirvara. Á aðalfundi gerir stjórnin grein fyrir störfum sínum á liðnu kjörtímabili og leggur fram endurskoðaða reikninga fyrir næstliðið reikningsár.

16. grein:
Á aðalfundi skal kjósa fundarstjóra fyrir fundinn, eigi má kjósa neinn af stjórnendum félagsins. Fundarstjóri stýrir fundi samkvæmt almennum fundarsköpum, og tekur fyrst fyrir þá dagskrá sem stjórn félagsins leggur fram, síðan önnur mál.
Á aðalfundi skal árlega kjósa einn aðalmann og varamann hans úr stjórn félagsins til setu í stjórn VSSÍ.
Fundarstjóri ritar nafn sitt undir fundargerðina ásamt fundarritara.

17. grein:
Að loknum aðalfundi, skal stjórn félagsins senda stjórn STF úrdrátt úr fundargerð aðalfundar, þar sem helstu mála skal getið, ásamt félagaskrá sem alltaf þarf að vera rétt. Gjöld til STF skal gjaldkeri greiða á réttum gjalddaga.

18. grein:
Komi fram tillaga um að lögbinda félagið við annað félag, eða félög, eða um að slíta slíku sambandi þarf, til þess að sú breyting verði löglega samþykkt, sömu fundarboðun og til aðalfundar eins sama atkvæðamagn og um lagabreytingar.
Ekki er hægt að leysa félagið upp meðan 10 félagar þess vilja halda því saman. Leysist það upp skulu allar eignir þess og skjöl afhent stjórn STF til varðveislu. Verði stofnað nýtt félag á félagssvæðinu innan fimm ára, og hafi það félag gengið í STF, skal afhenda því allar eignir hins fyrra félags. Að öðrum kosti skulu eignirnar renna í sjóð STF.

19. grein:
Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi. Lagabreytinga skal getið í fundarboði. Takist ekki að ljúka aðalfundarstörfum skal boða til framhaldsaðalfundar á sama hátt og fyrr segir, innan þriggja vikna.


Lög eftir breytingar á aðalfundi 30. mars 2019


Athugið, til að skoða þetta efni þarftu að vera innskráð/ur

Innskráning notenda opnar aðgang að gögnum sem eingöngu eru ætluð félögum, s.s. fundargerðir, ársreikningar, kannanir o.fl 

Það er hins vegar alveg eftir að setja það efni inn og verður ykkur tilkynnt með SMS þegar þar að kemur.

Innskráning