header inn

Tíðindi um orlofsmál STA

Akureyri
í apríl 2017 var ákveðið að festa kaup á heilsárs sumarhúsi við Götu Sólarinnar nr 11 í Kjarnaskógi. Húsið verður tilbúið núna í janúar 2018.
Íbúðin í Hjallalundi 18 á Akureyri hefur seld og verður hún afhent núna um miðjan janúar.  Hugsanlega verða einhverjir dagar sem við verðum á húsnæðis.

Reykjavík
Sl  haust var auglýst til sölu íbúð á annarri hæð í Sóltúni 28 í Reykjavík, sömu blokk og hinar orlofsíbúðirnar eru. Gert var tilboð í eignina og er skemmst frá því að segja að því tilboði var tekið og gengið frá kaupunum í framhaldi af því. Íbúðin var tekin í notkun um miðjan október sl og hefur leigan gengið vel.

Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 13-16.

Stjórnendafélag Austurlands - Austurvegi 20 - 730 Reyðarfirði

Kennitala 451275-3059 - Sími 864 4921 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.