Skip to main content

Við eigum afmæli !

 

 [widgetkit id=72] 

 Þann 4. október 2019 eru liðin 60 ár frá stofnun Verkstjórafélags Austurlands, nú Stjórnendafélag Austurlands. Stofnfundur félagsins var haldinn á Reyðarfirði 4. október 1959.  Tíu verkstjórar voru skráðir í félagið á fundinum. Formaður var kjörinn Egill Jónsson, ritari Magnús Bjarnason og gjaldkeri Helgi Gíslason.

Formenn félagsins eru þessir:

  • Egill Jónsson 1959-1979
  • Guðjón Marteinsson 1979-1989
  • Óskar Þórarinsson 1989-1991
  • Egill Jónasson 1991-2005
  • Benedikt Jóhannsson  frá árinu 2005.

Félagsmenn í dag eru 450 talsins.

Þann 31.ágúst sl var haldið upp á afmælið í Frystihúsinu á Breiðdalsvík. Hótel Bláfell sá um veitingar og var snæddur 3ja rétta kvöldverður.  Var félagsmönnum boðið til veislunnar ásamt mökum sínum.  Gestir voru 174 og þar af 95 félagsmenn.

Veislustjóri  var Berglind Agnarsdóttir, Þórunn Hyrna Víkingsdóttir og Jóhanna Seljan fluttu okkur söng við undirleik Andra Bergmann.

Hljómsveitin Nefndin lék síðan fyrir dansi þar sem gestir skemmtu sér fram á nótt.

  • Created on .