Skip to main content

Sumarhús í Kjarnaskógi

GS11Félagið hefur nú fengið afhent sumarhús sem stendur við Götu Sólarinnar nr. 11 í Kjarnaskógi við Akureyri.  Verið er að standsetja húsið og gera klárt til leigu.  Frekari upplýsingar um leigutilhögun og verð koma inn á vefinn fljótlega.

Hér er lýsing fasteignasölunnar ásamt mynd af sambærilegu húsi:

Frábær staðsetning við vinsælar útivistarperlur Eyjafjarðar en aðeins um 4 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar.  Framkvæmdum við götuna lauk á árinu 2016. 5 hús eru fullbyggð. 11 hús verða byggð í heildina og mun framvæmdum ljúka 2018. Um er að ræða annan áfanga orlofshúsakjarnans, en fyrir eru 22 orlofshús sem flest eru í eigu fyrirtækja eða starfsmannafélaga.  Þar á meðal eru; HS orka, Tryggingamiðstöðin, Marel, Eimskip, Félag Íslenskra Atvinnuflugmanna og Landbankinn. Kjarnaskógur er í suðurhluta bæjarlands Akureyrar u.þ.b. 4 km frá miðbænum. Kjarnaskógur er náttúruperla sem hefur um langt árabil notið þrotlausrar aðhlynningar skógræktarmanna og eru þar frábærar göngu- og hlaupaleiðir. Í skóginum eru upplýstar göngubrautir, blakvöllur, leiktæki, líkamsræktartæki og sérhönnuð fjallahjólabraut svo dæmi séu nefnd. Á veturna er troðin braut fyrir skíðagöngufólk. Einnig er mjög fallegt og skemmtilegt útivistarsvæði ofan Kjarnaskógar en það er  útilífssvæðið við Hamra. Góð gönguleið er þangað úr Kjarnaskógi.

Stutt er í Hlíðarfjall sem er frábært skíðasvæði og líklega það vinsælasta á landinu. Golfvellir eru stutt frá.  Jaðarsvöllur – 18 holur, Leifsstaðir – 9 holur og Þverá – 18 holur.

Nálægðin við miðbæ Akureyrar gerir það að verkum að allir geta hæglega notið allrar þjónustu og afþreyingu sem bærinn og nágrenni hefur upp á að bjóða. Hvort heldur sem er að sumri eða vetri. 

Húsin eru sérstaklega hönnuð með íslenskar aðstæður í huga. Klæðning útveggja er harðviður og einangrun sérstaklega góð til að halda upphitunarkostnaði í lágmarki.  Húsunum verður skilað fullbúnum að utan sem innan þ.m.t.  tæki í eldhúsi og heitum potti á verönd. 

  • Created on .