Tíðindi um orlofsmál STA

Akureyri
Í vor var ákveðið að festa kaup á heilsársbústað í Kjarnaskógi við Akureyri og var gengið frá því snarlega. Húsið er í byggingu og á að verða tilbúið í janúar. Ekki er enn farið að bóka í það, en mun verða gert þegar nær dregur.
Íbúðin í Hjallalundi 18 á Akureyri hefur verið sett á sölu, en verður nýtt áfram þar til tekst að selja hana. Af þeim sökum verður ekki bókað í hana nema 1 mánuð fram í tímann.

Reykjavík
Nú í haust var auglýst til sölu íbúð á annarri hæð í Sóltúni 28 í Reykjavík, sömu blokk og hinar orlofsíbúðirnar eru. Gert var hraðtilboð í eignina og er skemmst frá því að segja að því tilboði var tekið og gengið frá kaupunum í framhaldi af því. Íbúðin ætti að verða tilbúin til útleigu nú í október og upplýsingar um hana koma hingað á vefinn um mánaðarmótin.

Stjórnendafélag Austurlands - Austurvegi 20 - 730 Reyðarfirði

Kennitala 451275-3059 - Sími 864 4921 - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.